Húsnæðisskortur í borginni - Smáhýsi á stórum lóðum í 107

Húsnæðisskortur í borginni - Smáhýsi á stórum lóðum í 107

Nú er mikið rætt um húsnæðisskortinn í borginni og mér sýnist að lausnirnar sem rætt er um muni taka langan tíma að koma til framkvæmda. Hvernig væri að skoða það að leyfa byggingu smáhýsa á stórum einkalóðum. Húsin gætu verið 30-40 fm. t.d. úr timbri eða einhverjum léttum einingum sem bæði er auðvelt og fljótlegt að koma upp og fjarlægja. Ég hef reyndar mest hugsað þetta fyrir stórfjölskylduna þ.a. aldraðir foreldrar, börn og barnabörn geti búið næstum því saman og haft stuðning hver af öðrum. Eins og reglur borgarinnar eru í dag er þetta ekki leyft. Þeir sem byggja vilja svona smáhýsi gætu einnig leigt þau út m.a. til ungs fólks sem er að byrja að búa. Ef hægt er að hafa byggingarkostnaðinn lágan er hægt að hafa leiguna lága. Borgaryfirvöld eiga að breyta reglum um hvers konar hýsi má reisa á lóðum.

Points

Aldraðir geta verið lengur sjálfstæðir og um leið nálægt fjölskyldu. Léttir á öldrunarstofnunum!

Getur létt á húsnæðisskorti og gert fjölskyldum fært að vera í betra sambandi

Falleg hugmynd en dugar tæplega nema til að redda einni og einni fjölskyldu sem hefði tök á að koma upp smáhýsi á stórri einbýlishúsalóð. Hve margar slíkar lóðir er að finna í Vesturbæ sem er eitt þéttbyggðasta svæði borgarinnar og með hátt hlutfall fjölbýlis. Það þyrfti samþykki meðeiganda fyrir smáhýsum á lóð tví-, þrí- og fjölbýla og kannski litlar líkur á að slíkt fengist. Gæti líka þurft að fara í grenndarkynningu eins og með aðrar breytingar á húsnæði sem geta haft áhrif á nágranna.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er hægt að setja færanleg smáhýsi við Ægissíðu sjávarmegin, á meðan skortur er á húsnæði.

Mér þætti vænt um að geta átt efni á að leigja/eiga íbúð í Vesturbæ þar sem ég hef búið allt mitt líf en eins og staðan er núna lítur út fyrir að það verði ekki hægt. Þess vegna er þetta frábær hugmynd sem gefur fólki tækifæri á að búa í sínu hverfi.

Frábær hugmynd!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information