Rusladallar í Grafarvogi

Rusladallar í Grafarvogi

Víða er þörf á fleiri rusladöllum til að halda umhverfinu okkar snyrtilegu. Mjög víða er mikið rusl um götur, gangstíga og garðsvæði og er það mjög draslaralegt að ganga um þessi svæði. Til að efla umhverfisvitund og lifa í hreinna umhverfi þarf að fjölga rusladöllum. Oft þarf að ganga um langan veg með rusl í höndunum eða vasanum (í sumum tilfellum alla leiðina heim til sín) og er það ekki mjög ákjósanlegur kostur. Mikilvægt er að geta kennt börnunum okkar að hugsa vel um umhverfið okkar en það er erfitt þegar ekki er um neinn góðan stað að ræða til að henda rusli. Því er erfitt að hvetja börnin og aðra til ruslatínslu í tilraun til að snyrta umhverfið, þegar ganga þarf um langan veg fyrir næsta rusladall.

Points

Til að hugsa vel um umhverfið okkar þarf að hvetja íbúana til þess að taka ábyrgð á eigin rusli og koma því á viðeigandi staði. Það er ill mögulegt þegar engir (eða fáir) eru rusladallarnir.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Oft er rusl í kringum strætóstoppistöðvar. Við öll stætóskýli ætti að vera rusladallur, helst á skýlinu sjálfu þannig að ekki þurfi að fara langt. Hreinna Grafarvogshverfi með fleiri rusladöllum!

Vantar geta hent rusli gerir grafarvogin hreinan og fallega

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information