Langahlíð til norðurs frá Miklubraut að Háteigsvegi mjókkuð!

Langahlíð til norðurs frá Miklubraut að Háteigsvegi mjókkuð!

Langahlíð í aksturstefnu til norðurs, ekki suðurs, verði mjókkuð í eina akgrein, vegna hraðaksturs og lítillar umferðar í þá átt. Hægt væri að setja hjólabraut að austanverðu í stað annarrar akgreinarinnar líkt og er sunnan Miklubrautar. H

Points

Mikið er um hraðakstur á þessum stutta en beina og breiða vegi, sér í lagi á sumrin, með tilheyrandi stórhættu fyrir gangandi vegfarendur á leið til og frá Klambratúni. Hraðakstur myndi snarminnka eða hverfa verði akgreinum fækkað. Tiltölulega lítil umferð er til norðurs, og myndast því ekki teppur líkt og til suðurs, og truflar ökumenn ekki í að komast ferðar sinnar. Hjólastígur á austurakgrein milli Miklubrautar og Háteigsvegar myndar samfellu við samsvarandi stíg norðan Miklubrautarinnar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Myndi bæta umferðaröryggi öku- og hjólreiðafólks. Mikill fjöldi hjólar frá Miklubraut í átt að/frá Borgartúni en núverandi hjólastígur endar við stóru gatnamótin.

Hjóla þarna reglulega og það myndi bæta öryggi hjólandi og gangandi að setja sér hjólaakrein. Umferðin er mjög hröð þarna og gangstéttin þröng og því ekki góður kostur að hjóla á henni.

Styð þessa hugmynd. Þessi breyting mun skila sér í bættu umferðaröryggi fyrir alla verði hún framkvæmd. Vegbútarnir báðum megin við þennan kafla eru einbreiðir og oft sér maður kappakstur til að stinga sér fram fyrir röðina norður Nóatún. Hugsanlega mætti skilja eftir beygjurein til að komast vestur Flókagötu þar sem strætó keyrir þá leið.

Hættuleg gata þar sem bílar keyra hratt og taka fram úr. Mikil umferð gangandi og hjólandi vegfaranda, ekki síst barna á leið til og frá Klambratúni. Að mjókka hana og bæta við hjólastíg á austurakgrein myndi stórauka öryggi.

Þar sem búið er að setja upp gangbrautarljós á miðju þessa stutta kafla ætti þetta að vera óþarfi. þeir sem eru fótgangandi þurfa bara að ganga að ljósunum og ýta á takkann og labba svo yfir þegar græni kallinn birtist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information