Göngu- og hjólabrú í Grafarvoginn

Göngu- og hjólabrú í Grafarvoginn

Eina leið gangandi og hjólandi inn í Grafarvoginn er undir Gullinbrúna ef ekki á að fara fyrir voginn. Far þarf um blindhorn, undir umferðarniðinn og slabbið frá bílunum sem aka yfir brúnna. Gera mætti aðkomuna í Grafarvoginn svo miklu meira aðlaðandi fyrir fótgangandi og hjólandi með göngubrú við hlið aksturleiðarinnar eða jafnvel utar, frá nýjum stíg umhverfis Hamrahverfið yfir að nýja hverfinu, Ártúnshöfða, sem er í byggingu á lóð Björgunar. Þar eru örfáir metrar sem þarf að brúa og þá er stutt í göngu- og hjólastíg um Geirsnefið og að fyrirhuguðu Krossmýrartorgi þar sem verður biðstöð borgarlínunnar

Points

Eina leið gangandi og hjólandi í Grafarvoginn ef ekki á að fara fyrir voginn er um stíg sem liggur undir Gullinbrúna. Mjög óaðlaðandi leið undir slabbið og niðinn frá umferðargötunni, fyrir blindhorn. Mætti gera svo miklu meira aðlaðandi með göngubrú sem er ekki undir umferðarmannvirkinu

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Nauđsynlegt ađ fá ađra brú, blindbeygjan mjög varasöm og óađlađandi ađ hjóla undir slabbi og skvettum

Sammála því að gera göngubrú yfir voginn, yfir í Bryggjuhverfið eða nýja hverfið sem er í byggingu

Það er brú þarna, nokkra metra í burtu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information