Sparkvellir á Klambratúni

Sparkvellir á Klambratúni

Á Klambratúni er risastór malarfótboltavöllur við Lönguhlíð. Það væri hægt að byggja þrjá sparkvelli á þessum stað.

Points

Malarvöllurinn er aldrei notaður og breytist í forarsvað þegar það rignir. Það eru hvergi mörk á Klambratúni þannig að krakkar (og fullorðnir) nota grasið til að spila fótbolta. Það væri mun betra að hafa allavega einn sparkvöll í staðinn fyrir þennan malarvöll.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég reyndar mundi vilja sjá fullorðins sparkvöll, því jú þó maður sé orðin eldri þá hafa margir gaman að spila fótbolta og er enginn þannig aðstæða í Reykjavík, bara litlir krakkavellir

Við notum Klambratún oft en ekki nógu mikið, förum saman fjölskyldan og notum leikvöllinn, göngum með hundinn og njótum útiverunnar. Það vantar einmitt sparkvöll (og hundagerði...) til að gera þetta enn fjölbreyttara og skemmtilegra. Er ég viss um að við myndum fara nánast daglega á túnið ef það væri völlur (og hundagerði ;) )

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information