Við fótboltavöllinn við TBR er stórt tún sem hægt væri að nýta betur, td. undir blakvöll eða tvo. Til hliðar væri hægt að hafa grill aðstöðu þannig að hægt væri að smala vinahópi á svæðið og taka léttann leik og grilla svo á eftir. Fjölskyldufjör!!
Frábær hugmynd!
Veit ekki betur en að þetta svæði tilheyri SR (Skautafélagi Reykjavíkur). Allar breytingar og nýting á svæðinu er til hins betra. En verður að gerast í samráði við SR. Veit að þau eru að reyna að fá að byggja annað svell vestan megin við núverandi höll.
Blak er íþrótt sem allir geta verið með í, stórir sem smáir og bara stemning að hittast úti undir beru lofti og svo skella góðgæti á grillið á eftir. Til hliðar gætu minnstu börnin verið að búa til sandkastala úr restinni af sandinum.
Strandblakvöllur á klárlega vel heima í Laugardalnum. Þar er hlýtt og skjólgott. Og ekki væri verra að geta grillað saman í leiðinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation