Lagt er til að gróðursett verði í kringum skólalóð Kelduskóla - Korpu til að mynda skjól á leiksvæði barnanna. Svæðið er mjög vindasamt og því mikill þörf á því að bæta aðstæður barnanna sem þarna ganga í skóla.
Auk þess að skapa skjól fyrir skólabörn, sem þarna leika sér allan ársins hring, myndi aukin trjágróðu á þessu svæði lyfta upp vindinum og skapa skjól fyrir byggðina sem þarna er í grendinni. Ef vel tekst til og vandað er til verka á vali á plöntum og staðsetningu þeirra gæti það leitt til aukinar notkunar á leikssvæðinu. Aukin gróður í kringum skólalóðina myndi einnig auka á fegurð hverfisins.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation